FSu hefur æft af kappi fyrir viðureign kvöldsins

Lið FSu, þau Guðný, Sólmundur og Svavar. Ljósmynd/FSu

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands keppir við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í 8-liða úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu kl. 20:00 í kvöld.

Liðið hefur æft af kappi undanfarnar vikur og í þessari viku voru meðal annars haldnar æfingakeppnir, annars vegar milli Borgarholtsskóla og FSu þar sem æft var með sama fyrirkomulagi og er í sjónvarpinu. Hins vegar var haldin keppni milli kennaraliðs FSu og Gettu betur liðsins.

Lið FSu er skipað þeim Sólmundi Magnúsi Sigurðarsyni, Svavari Daðasyni og Guðnýju Von Jóhannesdóttur. Þjálfarar liðsins eru Stefán Hannesson og Jakob Heimir Burgel, en einnig nýtur liðið aðstoðar þeirra Hrafnhildar Hallgrímsdóttur og Hannesar Stefánssonar.

Allir Sunnlendingar eru hvattir til að fylgjast með FSu keppa við FG á RÚV í kvöld kl. 20:00.

Fyrri greinKubbur bauð lægst í sorphirðu í Ölfusi
Næsta greinReynt að dýpka Landeyjahöfn í febrúar