Síðastliðinn mánudag komu Anný Björk Guðmundsdóttir og Karl Johan Karlsson færandi hendi í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir hönd heildsölunnar Johans Rönning.
Johan Rönning gaf skólanum raflagnaefni frá Berker til að nota í kennslu á rafiðnbraut en verðmæti gjafarinnar er rúmlega ein milljón króna.
Soffía Sveinsdóttir, skólameistari, veitti efninu viðtöku og vaskir rafiðnnemendur fóru létt með að bera raflagnaefnið inn í hús.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun nýtast skólanum vel,“ segir í fréttaskeyti frá FSu.


