FSu fékk bílvélar að gjöf

Bílapartasalan Netpartar í Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi gaf Fjölbrautaskóla Suðurlands á dögunum tvær bílvélar sem notaðar eru við kennslu í aflvélavirkjun.

Um er að ræða Galloper 2,5L diesel vél og Subaru Impresa 1,8L bensínvél.

Subaruvélin er gangfær og eru nemendur að vinna í því að setja hana á búkka til þess að gangsetja hana, en verður hún aðallega notuð við bilanagreiningar. Galloper vélin verður notuð í slitmælingar.

Fyrri greinMiklir rekstrarerfiðleikar á HSu
Næsta greinIngólfur hefur vetursetu í Sandvíkurhreppi