FSu áfram í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands vann góðan sigur á Menntaskólanum við Sund í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld. Lokatölur voru 22-10.

Sigur FSu var aldrei í hættu en staðan að loknum hraðaspurningunum var 20-10.

Í kvöld var svo dregið í 16-liða úrslit í keppninni en FSu dróst á móti Kvennaskólanum og mætast liðin í hljóðstofu Ríkisútvarpsins annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19:30.

Í liði FSu eru þeir Gísli Þór Axelsson, Eyþór Heimisson og Runólfur Óli Daðason sem kemur nýr inn í liðið en Gísli Þór og Eyþór voru í liðinu í fyrra.

Fyrri greinNúgildandi samningstími verði styttur
Næsta greinPrjónaferðir fá þýsk verðlaun