FSu áfram í Gettu betur – ML úr leik

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sigraði í sinni viðureign í spurningakeppninni Gettu betur sem hófst í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.

FSu mætti Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og vann öruggan sigur, 30-22. Lið FSu skipa þau Sólmundur Magnús Sigurðarson, Vilborg Ísleifsdóttir og Artúr Guðnason. Það kemur í ljós næsta fimmtudagskvöld hver andstæðingur þeirra verður í 2. umferð.

Menntaskólinn að Laugarvatni keppti einnig í gær, gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum. Fór svo að Héraðsbúar unnu stórsigur, 39-15. Í Gettu betur liði ML voru þau Einar Trausti Svansson, Nói Mar Jónsson og Eva María Ragnarsdóttir.


Gettu betur lið ML í hljóðstofu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, Eva María, Nói Mar og Einar Trausti. Ljósmynd/RÚV

Fyrri greinÁrborg og Umf. Selfoss semja til fimm ára
Næsta greinTeitur til sænsku meistaranna