FSu áfram í Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hófst í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sigraði þá lið Menntaskóla Borgarfjarðar, 27-16.

FSu-liðið er því komið áfram í aðra umferð sem fer fram á Rás 2 dagana 19.- 20. janúar.

Lið FSu skipa þau Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og Ingibjörg Hjörleifsdóttir, báðar úr Þorlákshöfn og Selfyssingurinn Jakob Burgel Ingvarsson.

Menntaskólinn að Laugarvatni hefur keppni á miðvikudagskvöld og mætir þá Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Fyrri greinHanna lang markahæst í Olís-deildinni
Næsta greinTveir á slysadeild eftir harðan árekstur