FSu áfram í Gettu betur

Lið FSu (f.v.) Júlía, Ásrún og Bjarni Már. Ljósmynd/Stefán Hannesson

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið í 2. umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, sem hófst í Ríkisútvarpinu í kvöld.

FSu mætti Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í æsispennandi keppni, þar sem úrslitin réðust á síðustu spurningunni. FSu leiddi 9-7 eftir hraðaspurningarnar en þá tóku Hafnfirðingarnir við sér og náðu góðri forystu.

Endasprettur Sunnlendinganna var hins vegar magnaður og þau tryggðu sér 17-15 sigur með réttu svari í lokaspurningunni, sem gaf tvö stig.

Lið FSu skipa þau Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Bjarni Már Stefánsson og Júlía Lis Svansdóttir.

Fyrri greinHrunamenn fundu ekki taktinn
Næsta greinVelti undir áhrifum