FSu áfram í Gettu betur

Lið FSu, þau Guðný, Sólmundur og Svavar. Ljósmynd/FSu

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið í 2. umferð spurningakeppninnar Gettu betur eftir góðan sigur á Menntaskólanum á Egilsstöðum í 1. umferð.

Liðin mættust í gærkvöldi og fór FSu með sigur af hólmi, 19-16.

Lið FSu er skipað þeim Sólmundi Magnúsi Sigurðarsyni, Svavari Daðasyni og Guðnýju Von Jóhannesdóttur. Þjálfarar liðsins eru Stefán Hannesson og Jakob Heimir Burgel, og þeim til aðstoðar eru Hrafnhildur Hallgrímsdóttir og Hannes Stefánsson.

Menntaskólinn að Laugarvatni hefur keppni á miðvikudagskvöld en ML mætir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í beinni útsendingu á Rás2 kl. 20:30.

Fyrri greinHuglæg rými í listasafninu
Næsta greinVegagerðin greiðir upp tapið á rekstri almenningssamgangna