FSu áfram í 2. umferð

Fjölbrautaskóli Suðurlands hafði betur gegn Tækniskólanum þegar liðin mættust í 1. umferð Gettu betur í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.

Sigur FSu var öruggur en lokatölur voru 21-10. Lið FSu skipa þau Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Bogi Pétur Thorarensen og Ingibjörg Hjörleifsdóttir.

Menntaskólinn að Laugarvatni mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í 1. umferð og fer viðureignin fram laugardaginn 18. janúar næstkomandi kl. 13:00 á Rás 2.

Fyrri greinElín og Anna tóku við styrkjum
Næsta greinVÍS tryggir Rangárþing ytra