Frystihús Jóns Ásgeirs við Þingvallavatn

Sumarhús við Þingvallavatn er meðal kyrrsettra eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Brunabótamat þess hljóðar uppá 10 milljónir króna.

Um er að ræða þrjú hús, sumarhúsakofa og bátaskúr, samtals 52 fermetrar, byggð árið 1960, sam­kvæmt fasteignaskrá.

Húsin standa afskekkt á Mjóanesi, í fallegri vík við Þingvallavatn en virði eignarinnar liggur einmitt í staðsetningunni.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinRisavaxin blúshátíð í Rangárþingi
Næsta greinSundlaugarnar opnar alla Hvítasunnuna