Frumskógar buðu lægst í endurbætur í Laugaskarði

Sundlaugin Laugaskarði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Frumskógar ehf í Hveragerði buðu lægst í endurbætur á Sundlauginni Laugaskarði sem vinna á að í vetur.

Tilboð Frumskóga hljóðaði upp á 146,9 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 142 milljónir króna.

Þrjú önnur tilboð bárust í verkið. Viðskiptavit ehf bauð 156,4 milljónir króna, Verkeining ehf 160 milljónir og Trésmiðja Sæmundar 163,3 milljónir króna.

Verkið felur í sér heildarendurnýjun búningsklefa, innveggja og allra lagna í sundlaugarhúsinu.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að taka tilboði Frumskóga ehf.

TENGDAR FRÉTTIR:
Sundlaugin Laugaskarði lokuð í vetur vegna framkvæmda