Frostfisk vantar meira hráefni

Vinnsla er í fullum gangi hjá Frostfiski í Þorlákshöfn um þessar mundir en að sögn Steingríms Leifssonar, framkvæmdastjóra, væri alltaf hægt að vinna meira ef meira hráefni fengist.

,,Við reynum að keyra þetta á átta tímunum en það er á mörkunum að það gangi upp. Það er reyndar ekki óvenjulegt á þessum tíma,” sagði Steingrímur. Hann sagðist nokkuð bjartsýn fyrir veturinn, um þessar mundir eru einkum unninn þorskur, ýsa og ufsi. Eftir áramót mun vertíðartengdur fiskur einkenna samsetningu vinnslunnar.

Frostfiskur rekur starfsstöðvar á tveimur stöðum, annars vegar í Þorlákshöfn og hins vegar í Ólafsvík. Hjá fyrirtækinu vinna samtals 140 manns, þar af um 110 í Þorlákshöfn.

Að sögn Steingríms er ekki stefnt að neinum frekari ráðningum hjá félaginu.

Fyrri greinBarnafatamarkaður í Pakkhúsinu
Næsta greinGerir ekki athugasemdir við Þorláksbúð