Frostbrestir í Eyjafjallajökli

Á heimasíðu Veðurstofunnar má sjá að töluverður fjöldi smáskjálfta hefur mælst í Eyjafjallajökli í dag.

Skýringin á því er þó ekki auknar jarðhræringar, heldur er um frostbresti í jöklinum að ræða sem eru svo miklir að þeir mælast á jarðskjálftamælum.

Kuldinn hefur aukist á svæðinu í dag og veldur það því að jökullinn springur með þessum afleiðingum.

Kuldinn er líka mikill í heiðhvolfinu en síðustu tvo morgna hafa myndast glitský yfir syðsta hluta landsins við sólarupprás.

Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu en þau eru ákaflega fögur og myndast gjarnan í um 15 – 30 km hæð.

Fyrri greinSólheimadeila til Ríkissáttasemjara
Næsta greinSlökktu greiðlega í sinu