Frítt í Jóga Nídra í dag

Þar sem margir fyllast streitu í amstri jólaundirbúnings verður boðið upp á ókeypis tíma í Jóga Nídra í Jógastöðinni Selfossi að Austurvegi 21c í dag, fimmtudag kl. 17:15.

Jóga Nídra er dásamleg leið til að ná slökun og koma endurnærður tilbaka með fullt af orku. Hver hefur ekki þörf fyrir auka orku og ró í sál og líkama svona rétt fyrir jólin? Svo er hægt að næla sér í fyrsta íslenska Jóga Nídra diskinn hjá Rósu í Jógastöðinni en diskurinn fer einstaklega vel í jólapakkann.