Frítt að veiða í mörgum vötnum

Veiðidagur fjölskyldunnar er í dag en þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 27 vötn í boði á veiðideginum.

Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.

Upplýsingar um hvaða veiðisvæði er að ræða má nálgast á heimasíðu Landssambands stangaveiðifélaga www.landssambandid.is eða fá bækling um það á Olís-stöðvum um land allt.