Frístundastyrkurinn vel nýttur

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frístundastyrkurinn sem fjölskyldum í Sveitarfélaginu Árborg býðst var vel nýttur á síðasta ári.

Um 1.500 börn búsett í sveitarfélaginu fengu frístundastyrk en heildarfjöldi barna á aldrinum 5-17 ára í sveitarfélaginu er um 1.860 og nýtingarhlutfallið því um 80%.

Hægt er að nota frístundastyrkinn í flestar frístundir, t.d. íþróttaæfingar, skátastarf, tónlistarnám, sjálfstyrkingarnámskeið, líkamsræktarkort, sumarnámskeið og fleira.

Styrkurinn fyrir árið 2019 hækkar um 5.000 krónur frá fyrra ári og verður 35.000 krónur árið 2019 fyrir hvert barn á aldrinum 5-17 ára sem búsett er í Árborg.

Fyrri greinSanngjörn dreifing skattbyrðar
Næsta greinAukaspyrnumark Stjörnunnar skildi liðin að