Friðrik með risaurriða úr Grænavatni

Friðrik Þór­ar­ins­son með stærsta fisk sum­ars­ins úr Veiðivötn­um. Ljósmynd/veidivotn.is

Friðrik Þórarinsson veiddi stærsta fisk sumarsins í Veiðivötnum í norðan roki og sandbyl þann 17. ágúst síðastliðinn.

Þessi risaurriði veiddist í Grænavatni og var rúm 16 pund og 74 sm. Þetta er næst þyngsti fiskur sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum.

Stangaveiðitímabilinu lauk í Veiðivötnum síðastliðinn miðvikudag og nú tekur við netaveiðitími í 3-4 vikur.

Alls komu 20.393 fiskar á land í Veiðivötnum í sumar, 10.734 bleikjur og 9.659 urriðar. Þetta er svipuð veiði og undanfarin ár.

Fyrri greinGul viðvörun: Inn með trampólín og garðhúsgögn
Næsta greinÁlfrún tvíbætti Íslandsmetið í sleggjukasti