Friðrik í frí frá bæjarmálunum

Friðrik Sigurbjörnsson. Ljósmynd/Aðsend

Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Hveragerði, er kominn í leyfi frá störfum bæjarstjórnar af persónulegum ástæðum.

„Næsta árið ætla ég að nýta mér til að vera meira með fjölskyldunni, einbeita mér að störfum mínum hjá Eimskip og öðrum verkefnum sem ég er að vinna að. Þrátt fyrir að ég taki mér ársleyfi þá mun ég halda áfram að styðja við félaga mína á D-listanum og fylgjast með bæjarmálunum,“ segir Friðrik á Facebooksíðu sinni, en hann tók nýlega við starfi svæðisstjóra Eimskipa á Suðurlandi.

Eyþór H. Ólafsson verður bæjarfulltrúi D-listans í stað Friðriks, auk þess sem nokkrar breytingar urðu á nefndaskipan sveitarfélagsins og staðfesti bæjarstjórn þær breytingar á fundi sínum í vikunni.

Fyrri greinÖrmagna ferðamaður sóttur á Vatnsrásarhöfuð
Næsta greinFimmta föstudagslagið frá Hr. Eydísi