Friðrik gefur kost á sér í 5. sæti

Friðrik Sigurbjörnsson, frá Fagrahvammi í Hveragerði, gefur kost á sér í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Friðrik útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 2008. Eftir það stundaði hann nám í Idrætshöjskolen í Sönderborg í Danmörku veturinn 2008-2009 og er nú nemi í Landfræði við Háskóla Íslands.

Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins og tekið virkan þátt í starfi flokksins í Hveragerði, en þar er hann varabæjarfulltrúi og á einnig sæti í skipulags- og byggingarnefnd.

Auk þess er hann formaður kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, situr í stjórn kjördæmisráðs flokksins í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Meðan ég stundaði nám við Menntaskólann að Laugarvatni tók ég virkan þátt í félagsstarfi skólans. Þá er hann gjaldkeri aðalstjórnar Íþróttafélagsins Hamars í Hveragerði.

Fyrri greinDagur sauðkindarinnar á laugardaginn
Næsta greinHyggst bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð