Frestað í Fákaseli

Jólaskemmtun sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 5. desember, í Fákaseli í Ölfusi hefur verið frestað vegna veðurs.

Jólaskemmtunin mun því fara fram sunnudaginn 13. desember næstkomandi.

„Við vonum að þið njótið helgarinnar þrátt fyrir afleita veðurspá og hlökkum til að sjá ykkur sunnudaginn 13. desember hér í Fákaseli,“ segir í tilkynningu.

Fyrri greinSjónvarp Selfoss í loftið í kvöld
Næsta greinHellisheiði, Sandskeið og Þrengsli lokuð