Frestað á Klaustri vegna ofsaveðurs

Áramótabrennu og flugeldasýningu sem halda átti kl. 21 í kvöld á Kirkjubæjarklaustri var frestað um sólarhring vegna ofsaveðurs.

Brennan og flugeldasýningin verða þess í stað kl. 21 á morgun, nýjársdag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fyrri greinGleðilegt nýtt ár!
Næsta greinTvö útköll á fyrsta klukkutíma ársins