Fráveitumálin til athugunar

Verið er að vinna í úttekt á fráveitumálum Sveitarfélagsins Árborgar. Búið er að setja fjárveitingu í vinnu við úttektina til að sjá hvar sveitarfélagið er statt í þessum efnum.

Jafnframt hefur talsverð endurnýjun verið í gangi en talið er nauðsynlegt að ráðast fyrr eða síðar í byggingu hreinsistöðvar. Ekki er enn ljóst með útfærslu á því verkefni en hún ræðst af úttektinni sem nú er verið að vinna.

Fyrri greinBeðið eftir varmadælu
Næsta greinSkilafrestur rennur út í dag