Framúrskarandi starf í Hveragerði

Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar, Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Dr. Siyka Katsarowa, nýkjörinn forseti ESPA sem afhenti viðurkenninguna. Ljósmynd/HNLFÍ

Evrópsku heilsulindarsamtökin ESPA hafa veitt Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á stofnuninni í Hveragerði.

Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna í Haapsalu í Eistlandi í síðustu viku.

Í viðurkenningarskjalinu segir að Heilsustofnun fái þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði og árangur við endurhæfingu, nýsköpun í vatnsmeðferð og staðfestu í heilbrigðisþjónustu í 70 ár.

Fyrri greinHugarflug á sunnudaginn
Næsta grein„Mikilvægt að halda ljóðum að börnum“