Framtíð sveitarfélaganna í Árnessýslu rædd

Félagsheimili Hrunamanna. sunnlenska.is/Helga R.Einarsdóttir

Fimmtudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 verður haldinn þverpólitískur fundur í félagsheimilinu á Flúðum í Hrunamannahreppi um framtíð sveitarfélaganna í Árnessýslu.

Það er Sjálfstæðisfélagið Huginn í Uppsveitum sem boðar til fundarins en þar verðar ræddir kostir þess og gallar að bjóða pólitískt fram til sveitarstjórna í minni og meðalstórum sveitarfélögum. Sameining sveitarfélaga í Árnessýslu verður rædd með SVÓT greiningu, þar sem skoðaðir verða styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri.

Í lok fundar verða pallborðsumræður sem úr sal, sem fundarstjórinn Ólöf Skaftadóttir stjórnar. Í pallborði verða Guðbrandur Reynisson frá Viðreisn, Jónas Yngvi Ásgrímsson frá Flokki fólksins, Karl Gauti Hjaltason frá Miðflokknum, Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsókn, Viljálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum og Víðir Reynisson frá Samfylkingunni.

Fyrri greinFyrstu tveir tímarnir ókeypis í bílastæðahúsinu í miðbænum
Næsta greinÖruggur heimasigur í Hveragerði