Framtennur brotnuðu í tilefnislausri árás

Maður var sleginn hnefahöggum í andlitið þar sem hann sat inni í bifreið við Pylsuvagninn á Tryggvatorgi á Selfossi skömmu fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðastliðins laugardags.

Árásin var tilefnislaus og ekki vitað hvað árásarmanninum gekk til. Árásarmaðurinn gekk að bifreiðinni sagði eitthvað við árásarþolann sem sat í bifreiðinni með opinn glugga.

Sá sem varð fyrir árásinni hlaut skurð á augabrún og framtennur brotnuðu.

Lögreglan hafði uppi á árásarmanninum en biður þá sem urðu vitni að atvikinu eru að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinNorskt félag tekur Ytri-Rangá á leigu
Næsta greinHarður árekstur í Kömbunum