Framsóknarmenn í Árborg skora á Sigurð Inga

Stjórn Fram­sókn­ar­fé­lags Árborgar skor­ar á Sig­urð Inga Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra, að bjóða sig fram til for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokksþingi sem haldið verður 1. og 2. októ­ber næstkomandi.

Stjórn félagsins samþykkti áskorunina á fundi sínum í gær.

Fleiri Framsóknarfélög hafa á undanförnum dögum skorað á Sigurð Inga, sem er varaformaður flokksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, meðal annars Framsóknarfélag Austur-Húnavatnssýslu og Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra.

Fyrri greinMílan heldur uppteknum hætti
Næsta greinSunnudagsspjall með Erlu