Framsókn vill girðingu

Oddviti Framsóknarflokksins í Árborg vill girða fyrirhugað hunda­sleppisvæði við Klifið, milli Arnbergs og Ríkissals Votta Jehóva á Selfossi.

Á bæjarráðsfundi fyrir viku ítrekaði Helgi S. Haraldsson að hundasleppisvæði væri ómögulegt ógirt. „Skilgreining á hunda­sleppisvæði er afgirt svæði. Að skipuleggja opið svæði er til lítils,“ sagði hann og benti á að umrætt svæði væri nálægt íbúabyggð. Lausir hundar geti því „vakið ótta og ugg þeirra sem við þá eru hræddir“.

Fyrri greinJón í Múla skattakóngur
Næsta greinAtli Örn í Blika