Framsókn býður til málefnafundar

Tryggvaskáli á Selfossi.

Framsókn í Árborg býður öllum íbúum sveitarfélagsins á opinn málefnafund í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. apríl í Tryggvaskála á Selfossi. Fundurinn hefst klukkan 20:00.

„Við tökum opnum örmum á móti þeim sem vilja hafa áhrif á framtíðarsýn Árborgar. Láttu þína rödd heyrast, mættu og hafðu áhrif,“ segir í tilkynningu frá Framsókn.

Fundurinn verður þannig settur upp að frambjóðendur munu skipta sér niður á borð, sem hvert og eitt verður tileinkað einum eða fleiri málaflokkum.

Fyrri greinMeistararnir sögðu bless í lokin
Næsta greinHvaða áherslur viljið þið sjá á næsta kjörtímabili?