Framrás styrkir hringveginn

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Framrás ehf í Vík átti lægra tilboðið í styrkingu og klæðningu á tveimur vegarköflum á Þjóðvegi 1 undir austanverðum Eyjafjöllum.

Tilboð Framrásar hljóðaði upp á rúmar 48,8 milljónir króna og var 5,9% yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar sem var 46,1 milljón króna. Borgarverk ehf bauð einnig í verkið, tæpar 63,7 milljónir króna.

Um er að ræða tvo kafla milli Skóga og Dyrhólavegar, sem eru samtals 2,6 kílómetra langir. Verklok eru þann 1. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinHestakerra valt út fyrir veg
Næsta greinÞrjú smit á Suðurlandi í gær