Framrás bauð lægst í Skaftártunguveg

Skaftártunga. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Framrás ehf í Vík átti lægsta tilboðið í endurbyggingu 3 km kafla Skaftártunguvegar sem vinna á að á næsta ári.

Tilboð Framrásar hljóðaði upp á 99,9 milljónir króna og var 95,2% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 105 milljónir króna.

Flakkarinn ehf á Brjánslæk átti næst lægsta tilboðið, 104,4 milljónir króna og Þjótandi ehf á Hellu bauð 104,6 milljónir króna.

Tilboð Rósabergs ehf á Hornafirði og Vörubílstjórafélagsins Mjölnis á Selfossi voru bæði yfir áætlun. Rósaberg bauð 108,2 milljónir króna og Mjölnir 109,3 milljónir króna.

Vegkaflinn sem um ræðir á Skaftártunguvegi er á milli Hrífunesvegar og Giljalandsvegar. Verkinu á að vera lokið þann 15. ágúst á næsta ári.

Fyrri greinBanaslys á Móbergi til rannsóknar
Næsta greinSyrti í álinn í seinni hálfleik