Framrás bauð lægst í aðkomuveg á Klaustri

Kirkjubæjarklaustur. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Framrás ehf í Vík átti lægra tilboðið í vegagerð að gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.

Tilboð Framrásar hljóðaði upp á 45,8 milljónir króna og var mjög nálægt áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar sem var 46,1 milljón króna.

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi bauð einnig í verkið, tæpar 53,2 milljónir króna.

Um er að ræða 500 metra langan veg að fyrirhugaðri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, auk jarðvegsskipta fyrir bílaplan og afvötnun þess. 

Verkinu á að vera lokið þann 15. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinMynda- og minningabók Mats Wibe Lund endurútgefin
Næsta grein„Er með ólæknandi dýrasýki“