Framrás bauð lægst í Meðallandsveg

Framrás ehf í Vík bauð lægst í 6,4 kílómetra endurgerð á Meðallandsvegi sem vinna á í sumar. Tilboð Framrásar var það eina sem var undir áætluðum verktakakostnaði.

Fjögur fyrirtæki buðu í verkið og var tilboð Framrásar tæpar 81,2 milljónir króna. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar var 81,5 milljónir króna.

Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi bauð rétt rúmlega 84 milljónir króna, Suðurtak á Skeiðum rúmlega 89,5 milljónir króna en hæsta tilboðið átti Borgarverk í Borgarnesi rúmar 99,3 milljónir króna.

Um er að ræða 6,4 km endurgerð á Meðallandsvegi milli klæðningarenda um Fljótakróka, ásamt útlögn klæðningar. Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.

Fyrri greinHjörtur ráðinn hafnarstjóri
Næsta greinFjölgar um fjóra lögreglumenn í Árnessýslu