Framlengdur frestur fyrir framboð

Hverfisráð hafa verið við lýði í Sveitarfélaginu Árborg í nokkur ár og eru fulltrúar kosnir til setu í þeim til eins árs í senn.

Nú er komið að því að kjósa fulltrúa fyrir árið 2017 og auglýsti sveitarfélagið á dögunum eftir áhugasömum aðilum til að taka sæti aðal- eða varamanna. Framboðsfresturinn hefur nú verið framlengdur til 5. febrúar.

Hverfisráð eru fyrir Eyrarbakka, Selfoss, Stokkseyri og Sandvíkurhrepp og eru aðalmenn fimm talsins og varamenn einn til fimm.

Í því skyni að efla hverfisráðin hefur bæjarráð Árborgar samþykkt að tveir bæjarfulltrúar verði tengiliðir við hvert hverfisráð.

Fyrri greinDaði Freyr og Júlí Heiðar í Söngvakeppninni
Næsta greinLík Birnu fannst við Selvogsvita