Framkvæmdir að hefjast við slökkvistöð á Laugarvatni

Hluti af slökkviliðsmönnum BÁ á Laugarvatni, stjórnendur og hluti af stjórn BÁ, hittust síðastliðinn föstudag á malarpúðanum sem byggingin mun standa á. Ljósmynd/Aðsend

Nú eru að hefjast framkvæmdir við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Laugarvatni en húsið verður tækja- og búnaðargeymsla Brunavarna Árnessýslu.

Um er að ræða rúmlega 300 fermetra byggingu, sem að mestu er á einni hæð. Húsið verður staðsett í Krikanum, sem er rétt utan við Laugarvatn.

Húsey teikni- og verkfræðistofa teiknar húsið og er áætlaður kostnaður við bygginguna um 70 milljónir króna.

Fimmtán slökkviliðsmenn tilheyra slökkviliðseiningu BÁ á Laugarvatni.

Fyrri greinRaðmorðingi varð dansari
Næsta greinAlviðra – athvarf skóla í náttúrunni