Framkvæmd samræmdu prófanna óásættanleg

Vallaskóli á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna SH

„Það er óásættanlegt að við framkvæmd samræmdra prófa sé ítrekað notast við óviðunandi prófakerfi sem skapar aukið álag fyrir nemendur, kennara og skólastjórnendur,“ segir í ályktun fræðslunefndar Sveitarfélagsins Árborgar.

Nefndin fundaði á fimmtudag í síðustu viku, en á fimmtudagskvöld kom tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að prófunum yrði aflýst.

„Fræðslunefnd leggur áherslu á að kerfið verði tekið sem fyrst til gagngerrar endurskoðunar og að allt námsmat verði sem mest í formi leiðsagnarmats og vinni þannig í anda hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar. Ætíð verði hugað að vellíðan nemenda, leiðbeinandi námsmati og námsframframförum hvers og eins,“ segir ennfremur í ályktun fræðslunefndar, sem var samþykkt samhljóða á aukafjarfundi nefndarinnar.

Fyrri greinFyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Selfossi
Næsta greinSmiðjan stendur við bakið á Stokkseyringum