Framkvæmdir í Hveragerði

Framkvæmdir við endurnýjun veitulagna, malbiks og gangstétta í Heiðmörk í Hveragerði eru komnar í fullan gang.

Nú er unnið milli Breiðumerkur og Grænumerkur en gert er ráð fyrir að lagnavinnu og jarðvegsskiptum á milli Breiðumerkur og Reykjamerkur ljúki fyrir áramótin.

Stefnt er að því að framkvæmdum austan Reykjamerkur og yfirborðsfrágangi verði lokið næsta sumar.

Verktakafyrirtækið Rein sf. sér um framkvæmdirnar.

Fyrri greinVill styrkja grunnstoðir íslensks stjórnskipulags
Næsta greinSjö gestir á borgarafundi