Framkvæmdir í Hveragerði

Framkvæmdir við endurnýjun veitulagna, malbiks og gangstétta í Heiðmörk í Hveragerði eru komnar í fullan gang.

Nú er unnið milli Breiðumerkur og Grænumerkur en gert er ráð fyrir að lagnavinnu og jarðvegsskiptum á milli Breiðumerkur og Reykjamerkur ljúki fyrir áramótin.

Stefnt er að því að framkvæmdum austan Reykjamerkur og yfirborðsfrágangi verði lokið næsta sumar.

Verktakafyrirtækið Rein sf. sér um framkvæmdirnar.