Framhaldsskólanemar fá frítt í sund

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita framhaldsskólanemum frítt í sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur.

Nemendur þurfa einungis að sýna skólaskírteinin sín til að fá aðgang að sundlaugunum.

Með þessu vill Sveitarfélagið Árborg koma til móts við nemendur sem margir hverjir standi aðgerðalausir eftir nokkra vikna verkfall.

Fyrri greinÞrennt handtekið eftir tölvuþjófnað
Næsta greinTveir nýir leikskólastjórar á Selfossi