Framfarasinnar bjóða fram í Ölfusi

Framsóknarmenn í sveitarfélaginu Ölfusi hafa ákveðið að bjóða fram undir nafninu Framfarasinnar í Ölfusi. Sveinn Steinarsson hrossabóndi á Litlalandi leiðir listann.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er framboðslisti þeirra samsettur af fólki sem hefur starfað í Framsóknarflokknum og fólk sem kemur nýtt á lista, hefur ekki komið að pólitísku starfi áður og er óflokksbundið. Listinn í heild er eftirfarandi:

1. Sveinn Steinarsson. Hrossaræktandi, Litlalandi.
2. Anna Björg Níelsdóttir. Bókari, Sunnuhvoli.
3. Jón Páll Kristófersson. Rekstrastjóri, Þorlákshöfn.
4. Sigrún Huld Pálmarsdóttir. Húsfreyja, Þorlákshöfn.
5. Valgerður Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri, Þorlákshöfn.
6. Ólafur H. Einarsson. Hrossabóndi, Hvoli.
7. Hákon Hjartarson. Móttökustjóri, Þorlákshöfn.
8. Charlott Clausen. Kúabóndi, Hvammi.
9. Sigurður Garðarsson. Verkstjóri, Þorlákshöfn.
10. Ingvi Þór Þorkelsson. Landfræðingur, Þorlákshöfn.
11. Oddfreyja H. Oddfreysdóttir. Fulltrúi þjóðskrár, Þorlákshöfn.
12. Júlíus Ingvarsson. Fyrrv. verktaki, Þorlákshöfn.
13. Henný Björg Hafsteinsdóttir. Bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn.

Fyrri greinEyþór Arnalds: Vegtollar ekki eina leiðin
Næsta greinEldri gígurinn sofnaður