Framfaralistinn sigraði í Flóahreppi

Frambjóðendur Framfaralistans.

I-listinn, Framfaralistinn, sigraði í kosningunum í Flóahreppi. I-listinn fékk 66,4% atkvæða og þrjá menn kjörna og T-listinn fékk 33,6% atkvæða og tvo menn kjörna. Kjörsókn var 80,2%.

Báðir listar tefldu fram sveitarstjóraefnum og liggur því fyrir að Hulda Kristjánsdóttir frá Forsæti verður sveitarstjóri á næsta kjörtímabili.

Sveitarstjórn verður þannig skipuð:
(I) Árni Eiríksson
(I) Hulda Kristjánsdóttir
(I) Walter Fannar Kristjánsson
(T) Sigurjón Andrésson
(T) Harpa Magnúsdóttir

Fyrri greinMeirihlutinn fallinn í Rangárþingi ytra
Næsta greinLokatölur Árborg: D-listinn með hreinan meirihluta