Framboðsfrestur rennur út í næstu viku

Samfylkingin í Suðukjördæmi heldur flokksval 16.-17. nóvember þar sem flokksmenn og skráðir stuðningsmenn raða í efstu sætin á lista flokksins í komandi Alþingiskosningum.

Niðurstaðan verður bindandi í fjögur efstu sæti listans og paralistaaðferð beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja.

Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að framboðsfrestur renni út miðvikudaginn 24. október kl. 17. Framboðinu skal fylgja meðmæli fimmtán flokksfélaga.