Frábær stemning á Flúðum

Mikill mannfjöldi fylgdist með traktoratorfærunni í dag. sunnlenska.is/Sigurdór Karlsson

Fjöldi fólks er í Hrunamannahreppi um verslunarmannahelgina þar sem hátíðin Flúðir um versló er haldin. Strax á fimmtudagskvöld var svæðið orðið fullt hjá Tjaldmiðstöðinni á Flúðum og ekki hægt að hleypa fleiri gestum að.

Það var sól blíða á Flúðum í dag þegar hin árlega traktoratorfæra var haldin í Torfdal. Torfærukeppnin var vel heppnuð og fylgdist mikill mannfjöldi með tilþrifunum. Í fyrsta sinn var boðið upp á sláttutraktoratrylling sem vakti mikla lukku.

Í kvöld verður svo dansleikur með Stuðlabandinu í félagsheimilinu og á morgun er furðubátakeppnin, brenna og brekkusöngur og ball í félagsheimilinu með Jónsa og Unni Birnu.

Fyrri greinUnglingalandsmótið verður kolefnisjafnað
Næsta greinStór skjálfti á Reykjanesi fannst vel á Suðurlandi