Frábær stemmning í Bezta tjaldinu

Hvergerðingar lyfta sér upp þessa helgina á Blómstrandi dögum og í kvöld var rífandi stemmning í Bezta tjaldinu í lystigarðinum.

Það eru Félag ungra hljómlistarmanna í Hveragerði og Félag áhugamanna um betri bæ sem standa fyrir lifandi tónlist alla helgina í lystigarðinum og lofa þeir góðri stemmningu og engum aðgangseyri.

Í kvöld hóf Árni Johnsen leikinn og tóku Hvergerðingar vel undir með honum í blíðviðrinu. Í kjölfarið fylgja svo Svavar Knútur og Toggi en skemmtunin mun standa framyfir miðnætti.

Fyrri greinÆgir að missa af lestinni
Næsta greinSnjóhvítur Eyjafjallajökull