Frábær stemmning á Kótelettunni

Veðrið lék við gesti á grill- og tónlistarveislunni Kótelettunni í dag, en hátíðin er haldin í sjötta sinn á Selfossi um helgina.

Í dag var blásið til grillhátíðar í Sigtúnsgarðinum þar sem boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði, markaðstjöld og grillmat af ýmsu tagi. Talið er að um 8.000 manns hafi verið á svæðinu þegar mest var og bílaumferðin um Selfossbæ var gríðarmikil.

Í keppninni Grillmeistari Íslands 2015 sigraði Selfyssingurinn Anna Margrét Magnúsdóttir en hún var eina konan sem tók þátt í keppninni. Grillmaturinn hennar sló svo sannarlega í gegn hjá dómnefndinni.

Kótelettuhátíðinni lýkur á morgun en í kvöld verða bæði úti- og innitónleikar í Hvítahúsinu þar sem fram koma meðal annars Helgi Björns og Reiðmenn vindanna, Sálin hans Jóns míns, Páll Óskar og Skítamórall.


Hátíðarsvæðið í Sigtúnsgarðinum. Ljósmynd: Ice Drones/Halldór Árnason

Fyrri greinMagnað sólsetur á Selfossi – Myndband
Næsta greinÆgir og KFR töpuðu