Fræðslunetið opnar á Hvolsvelli

Fræðslunet Suðurlands opnaði starfsstöð sína á Hvolsvelli formlega í gær.

Í tilefni opnunarinnar bauð Fræðslunetið gestum til kynningar á starfseminni, en boðið er upp á úrval námskeiða í vetur, ráðgjöf, raunfærnimat og fleira.

Í tilefni af heilsuviku í Rangárþingi eystra var boðið uppá heilsusamlegar veitingar.

Fræðslunetið vekur athygli á að í bígerð er að bjóða uppá raunfærnimat í húsasmíði í Rangárþingi nú á haustönn. Nánari upplýsingar gefur Steinunn í síma 480-8155.

Fyrri greinKatla býr sig undir gos
Næsta grein,,Þjálfarinn fékk leyfi í fyrri leiknum