Fowler mætti ekki á Selfoss

Sunnlenska.is birti í dag tvær fréttir sem ekki var sannleikskorn í.

Í tilefni dagsins sögðum við frá því að Selfyssingar hefðu samið við Liverpoolmanninn Robbie Fowler og einnig birtum við frétt um sebrasvan sem sást í Mýrdalnum.

Reyndar bárust þau tíðindi um miðjan dag að Fowler hefði stungið Selfyssinga í bakið og samið við Gunnlaug Jónsson og félaga í KA.

Hafi einhver trúað þessum fréttaflutningi er sá hinn sami beðinn um að kíkja á dagatalið sitt.