Fótspor og eldri borgarar fengu viðurkenningu

Viðurkenningar Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Skaftárhrepps voru afhentar í síðustu viku við fámenna en afar góðmenna athöfn á Héraðsbókasafninu Kirkjubæjarklaustri.

Tvær viðurkenningar voru veittar. Fótspor – félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi, fékk viðurkenningu fyrir þakkarverð störf innan sveitarfélagsins Skaftárhrepps við lagfæringar og viðhald húsa sem hafa mikla merkingu fyrir sögu Skaftárhrepps og íbúa, m.a. sæluhúsið við Dýralækjarsker. Með vinnu sinni hafa meðlimir Fótspora stuðlað að bættri ímynd svæðisins og sýnt umhverfi og sögu Skaftfellinga mikla virðingu.

Hin viðurkenningin var veitt gönguhópi Félags eldri borgara í Skaftárhreppi fyrir þakkarverð störf innan sveitarfélagsins Skaftárhrepps við hreinsun og tiltekt á opnum svæðum á Kirkjubæjarklaustri, en á gönguferðum sínum hefur hópurinn hirt upp allt rusl sem á vegi þeirra verður og bætt með því útlit og ímynd svæðisins.

Fyrri greinHlynur Geir PGA kylfingur ársins
Næsta greinFjóla Signý þriðja á móti í Stokkhólmi