Fótbrotnaði við Geysi

Mynd úr safni. Ljósmynd/Eyvindur

Vettvangshjálparhópur Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum var kallaður út í dag til þess að aðstoða mann sem slasaðist við Geysi í Haukadal.

Maðurinn hafði hrasað illa í hálku og fótbrotnað. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að maðurinn hafi verið nokkuð kvalinn en björgunarsveitarfólkið bjó um hann og flutti hann til móts við sjúkrabíl sem ók með manninn á slysadeild í Reykjavík.

Fyrri greinTyghter með sannkallaða tröllatvennu
Næsta greinSelfyssingar saltaðir í Vestmannaeyjum