Fótbrotnaði í Reykjadal

Björgunarsveitarfólk í Reykjadal. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út síðdegis í dag vegna einstaklings sem hafði fótbrotnað efst í Reykjadalnum, nálægt Ölkelduhálsi.

Björgunarsveitafólk á sexhjóli aðstoðaði sjúkraflutningamenn við að flytja viðkomandi að sjúkrabíl. Sjúklingurinn var kominn á sexhjólið um klukkan hálf sex og var hann fluttur að sjúkrabíl sem staðsettur var á Ölkelduhálsi.

Fyrri greinVegi lokað við Ljótapoll
Næsta greinEngan sakaði þegar fisþyrlu hlekktist á