Fótbrotnaði í Reykjadal

Björgunarsveitarfólk í Reykjadal. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í gær var óskað eftir aðstoð lögreglu, sjúkraflutninga og björgunarsveita vegna göngumanns í Reykjadal sem hafði fótbrotnað.

Björgunaraðilar komust fljótt á vettvang og báru viðkomandi að bifreiðastæði í Reykjadal þar sem sjúkrabifreið var staðsett.

Lögrelgan á Suðurlandi hefur fengið nokkur útköll vegna minnháttar umferðaróhappa og slysa. Þriggja bifreiða árekstur varð við Hveragerði um klukkan 14 í gær en meiðsli urðu engin.

Ein líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu.

Fyrri greinBanaslys á Úlfljótsvatni
Næsta greinLögreglan tékkaði á eittþúsund ökumönnum